
ÍAV
ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf. voru stofnaðir 31. maí 1997 með yfirtöku ákveðinna eigna og skuldbindinga, ásamt öllum verksamningum Íslenskra aðalverktaka sf. sem þá höfðu starfað sem verktakar á varnarsvæðum hérlendis allt frá 1954.
Frá þeim tíma til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á rekstri og stjórnskipulagi félagsins en félagið stefnir markvisst að því að vera alhliða fyrirtæki á öllum sviðum mannvirkjagerðar bæði hvað varðar nýsköpun, fjármögnun og framkvæmdir.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, jarðgangagerðar, jarðvinnu eða gatnagerð.
ÍAV hf er nú alfarið í eigu Marti Holding AG frá Sviss sem var stofnað 1922. Marti Holding á um 80 fyrirtæki víðsvegar um heim sem eru öll rekin sem sjálfstæðar einingar.

Verkefnastjóri
ÍAV leitar að áhugasömum verkefnastjóra til að ganga til liðs við hóp verkefnastjóra sem sinna fjölbreyttum verkefnum hjá félaginu.
Í 70 ár hefur ÍAV komið að hönnun og byggingu margra af mikilvægustu mannvirkjum landsins. Framkvæmdirnar eru fjölbreyttar og listinn er langur; má þar nefna íbúðarbyggingar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, vegagerð, brýr, jarðgöng, hafnarmannvirki, virkjanir, skóla, sundlaugar, baðlón, íþróttahús og tónlistarhúsið Hörpu.
Ef þú hefur metnað til að breyta vilja í verk, hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur, skipulagning og áætlanagerð í framkvæmdaverkefnum
- Gerð og rekstur samninga við undirverktaka og birgja
- Gerð kostnaðaráætlana, upplýsingagjöf um framvindu og skýrslugerð
- Gerð verkáætlana og aðfangaáætlana ásamt eftirfylgni
- Samskipti við hagsmunaaðila, s.s. verkkaupa, eftirlit, hönnuði og opinbera aðila
- Ábyrgð á gæða-, umhverfis- og öryggismálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, viðurkennd vottun í verkefnastjórnun er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun, framhaldsnám er kostur
- Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu
- Framúrskarandi samskipta og skipulagsfærni
- Reynsla af notkun á verkefnavef og hönnunarlíkana er kostur
- Reynsla af öryggis- og gæðamálum í framkvæmdaverkefnum er kostu
- Færni í munnlegri og skriflegri íslensku og ensku
Advertisement published30. July 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Verkefnastjóri í jarðvinnu
ÍAV

Markaðsfulltrúi / Senior Marketing Manager
Smitten

Verk- eða tæknifræðingur við hönnun veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viltu horfa út í heim? Verkefnastjóri í erlendum verkefnum
Landsvirkjun

Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða
Landsvirkjun

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Sérfræðingur í útblástursmælingum
Matís ohf.

Yfirmaður viðhalds - Maintenance Supervisor
Flóra Hotels

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Sviðsstjóri tæknisviðs HD ehf.
HD Iðn- og tækniþjónusta

Sérfræðingur í markaðseftirliti og eftirliti með raforkumarkaði
Umhverfis- og orkustofnun