ÍAV
ÍAV
ÍAV

Verkefnastjóri

ÍAV leitar að áhugasömum verkefnastjóra til að ganga til liðs við hóp verkefnastjóra sem sinna fjölbreyttum verkefnum hjá félaginu.

Í 70 ár hefur ÍAV komið að hönnun og byggingu margra af mikilvægustu mannvirkjum landsins. Framkvæmdirnar eru fjölbreyttar og listinn er langur; má þar nefna íbúðarbyggingar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, vegagerð, brýr, jarðgöng, hafnarmannvirki, virkjanir, skóla, sundlaugar, baðlón, íþróttahús og tónlistarhúsið Hörpu.

Ef þú hefur metnað til að breyta vilja í verk, hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur, skipulagning og áætlanagerð í framkvæmdaverkefnum
  • Gerð og rekstur samninga við undirverktaka og birgja
  • Gerð kostnaðaráætlana, upplýsingagjöf um framvindu og skýrslugerð
  • Gerð verkáætlana og aðfangaáætlana ásamt eftirfylgni
  • Samskipti við hagsmunaaðila, s.s. verkkaupa, eftirlit, hönnuði og opinbera aðila
  • Ábyrgð á gæða-, umhverfis- og öryggismálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, viðurkennd vottun í verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun, framhaldsnám er kostur
  • Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu
  • Framúrskarandi samskipta og skipulagsfærni
  • Reynsla af notkun á verkefnavef og hönnunarlíkana er kostur
  • Reynsla af öryggis- og gæðamálum í framkvæmdaverkefnum er kostu
  • Færni í munnlegri og skriflegri íslensku og ensku
Advertisement published30. July 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags