
Fastus
Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.
Fyrirtækið veitir heildstæða þjónustu með breiðu vöruframboði, faglegri ráðgjöf, uppsetningum og viðhaldi á innfluttum tækjabúnaði.
Söludeildir eru sérhæfðar:
• Fastus heilsa þjónustar heilbrigðisgeirann með lausnum allt frá rekstrarvörum til flókins tækjabúnaðar
• Fastus lausnir þjónustar veitingastaði, hótel og fyrirtæki með borðbúnað, tæki, húsgögn og innréttingar.
• Tæknideildin, Fastus expert, sér um uppsetningu, viðgerðir, viðhald og gæðaheimsóknir.
• Innri þjónusta styður við allar deildir, m.a. í fjármálum, markaðsmálum, gæðamálum, upplýsingatækni, vörustýringu og mannauði.
Dótturfélög Fastus eru HealthCo og Frystikerfi.

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur öflugan liðskraft hjá Fastus heilsu/HealthCo. Um er ræða starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum, meðal annars myndgreiningabúnaði.
Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling sem hefur áhuga á sölu á hátæknivörum á sviði heilbrigðisvara.
Um er að ræða 100% starf. Sótt er um í gegnum alfred.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og sala á lækningatækjum og myndgreiningarbúnaði
- Þjálfun og innleiðing lausna hjá viðskiptavinum
- Uppbygging og þróun deildar með áherslu á lækningatækni
- Leit að nýjum sóknarfærum á ört vaxandi markaði
- Þátttaka í útboðum og tilboðsgerð
- Samskipti og samstarf við heilbrigðisstarfsfólk, stofnanir, birgja og aðra hagaðila
- Kynningar og þátttaka í ráðstefnum, bæði innanlands og erlendis
- Byggja upp og viðhalda sterkum og faglegum tengslum við viðskiptavini og birgja
- Þátttaka í fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem styðja við markmið deildarinnar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla innan heilbrigðiskerfisins
- Þekking og/eða reynsla af myndgreiningarbúnaði eða öðrum lækningatækjum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni
- Drifkraftur og metnaðar til að ná árangri
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published4. August 2025
Application deadline18. August 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Atlas Verktakar ehf

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál

Framleiðslusérfræðingur / Production Specialist
Alcoa Fjarðaál

Verkefnastjóri
ÍAV

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Sérfræðingur á Gæðatrygginga-og Gæðaeftirlitsdeild/Specialist – Quality Assurance & Control
Coripharma ehf.

Verk- eða tæknifræðingur við hönnun veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viltu horfa út í heim? Verkefnastjóri í erlendum verkefnum
Landsvirkjun

Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða
Landsvirkjun

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis