Stafrænn Markaðssérfræðingur
Blue Lagoon Skincare leitar að metnaðarfullum stafrænum markaðssérfræðingi til að taka þátt í spennandi verkefnum í samstarfi við öflugt alþjóðlegt teymi. Einstaklingurinn sem við leitum að hefur góða innsýn og mikinn áhuga á stafrænum markaðslausnum ásamt því að vera fljótur að tileinka sér nýjungar.
Blue Lagoon Skincare starfar á alþjóðlegum snyrtivörumarkaði og annast þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á húðvörum undir vörumerkinu Blue Lagoon Skincare. Húðvörurnar komu fyrst á markað árið 1995, hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og eru B Corp vottaðar. Starfsemi fyrirtækisins felur í sér rekstur fjögurra sérverslana auk heildsölu á Íslandi, og rekstur dótturfélaga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi.
Helstu verkefni:
- Umsjón með stafrænum auglýsingum á innlendum og erlendum mörkuðum í samstarfi við erlenda samstarfsaðila.
- Umsjón með Google Business, Meta Business, YouTube og öðrum sambærilegum stafrænum kerfum.
- Umsjón með verkefnum tengdum markpósti til viðskiptavina ásamt greiningu á árangri.
- Leitarvélabestun, markhópagreining og AB prófanir til að hámarka árangur.
- Innleiðing nýrra stafrænna þróunarverkefna í samstarfi við hagaðila.
- Notkun á vefmælingatólum og skýrslugerð sem miðlar stöðu og árangri til hagaðila.
- Aðkoma að framleiðslu nýrra síðna á Shopify, vefverslanakerfi Blue Lagoon Skincare.
- Þátttaka í hugmyndavinnu, þarfagreiningu og þróun fyrir vefi Blue Lagoon Skincare.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun ásamt reynslu af því að setja saman áætlun til að koma vörumerki á framfæri í stafrænum heimi.
- Umfangsmikil þekking á Google Analytics, Google Ads, Meta Business Manager og markhópagreiningum.
- Umfangsmikil þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu, PPC herferðum, póstlistaherferðum og samfélagsmiðlum.
- Þekking á social commerce, affiliate marketing (tengd markaðssetning) og efnismarkaðssetningu.
- Mjög gott vald á ensku og íslensku.
- Næmt auga fyrir smáatriðum og umbótasinnuð hugsun.
- Hæfni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði til að ná árangri.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð Urriðaholti í Garðabæ.
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.