
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Spennandi sumarstörf / Exciting summer jobs
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingum til þess að ganga til liðs við okkur í sumar. Í boði eru fjölbreytt og spennandi störf á góðum vinnustað.
Í lok sumars er möguleiki á áframhaldandi starfi, eða hlutastarfi með námi. Unnið er á vöktum í vaktakerfi sem býður upp á hæfilega langar vaktir og gott frí á milli.
Komdu og vertu hluti af okkar frábæra teymi í sumar!
Af hverju Alcoa Fjarðaál?
- Tækifæri til að vinna í einu tæknilega fullkomnasta álveri í heiminum
- Góð laun og fríðindi
- Vaktakerfi sem veitir frelsi til að sinna áhugamálum
- (Unnið í 5 daga, frí í 5 daga, unnið í 6 daga, frí í 4 daga)
- Mikil tækifæri til að þróa hæfileika þína og vaxa í starfi
- Vingjarnlegt og stuðningsríkt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að halda áfram að vinna eftir sumarið og yfir hátíðarnar
- Fríar rútuferðir til og frá vinnu
- Frítt mötuneyti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
- Vera með hreint sakavottorð
- Bílpróf er skilyrði
- Tala og skilja íslensku og/eða ensku
Advertisement published14. April 2025
Application deadline4. May 2025
Language skills

Optional

Optional
Location
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
Quick learnerProactiveBuilding skillsClean criminal recordPositivityDriver's licence
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa

Airside & Warehouse Specialist
DHL Express Iceland ehf

Hlauparar - Terra Norðurland - sumarvinna
Terra hf.

Framleiðsla og flotastýring
Steinsteypan

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Söluráðgjafi með iðnþekkingu
Skanva ehf

Áreiðanlegan starfsmann vantar í vaktavinnu
Orkugerdin ehf

Fagstjóri trésmiða hjá ÍAV
ÍAV

Vörubílstjóri/Framleiðslustarfsmenn
Tandrabretti ehf.

Yfirverkstjóri í vélsmiðju
Ístak hf

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi