Billboard og Buzz
Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Sölustjóri Billboard

Ertu drífandi leiðtogi með mikla sölureynslu og brennandi metnað til að ná árangri?

Billboard leitar að öflugum sölustjóra sem er tilbúinn að taka forystu í að leiða og þróa söluteymi fyrirtækisins með skýrri sýn og krafti. Við viljum fá til liðs við okkur einstakling sem nær árangri með því að hvetja aðra, byggja upp traust viðskiptatengsl og getur unnið að markvissum umbótum.

Í þessu krefjandi og spennandi hlutverki færðu tækifæri til að hafa áhrif, bæði innan teymisins og út á við – og vera lykilaðili í áframhaldandi vexti Billboard. Ef þú hefur ástríðu fyrir sölu, býrð yfir framúrskarandi samskiptahæfni og leiðtogahæfni, þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar
  • Setja skýra stefnu og markmið og fylgja þeim eftir af krafti
  • Auka ánægju viðskiptavina Billboard með framúrskarandi þjónustu og sérsniðnum lausnum
  • Sölu- og þjónustustýring verkefna sem stuðla að sterkum viðskiptatengslum
  • Þátttaka í fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem stuðla að þróun auglýsingasölu Billboard
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sölustýringu
  • Reynsla af því að leiða teymi
  • Góð þekking á íslensku atvinnulífi
  • Drifkraftur og ástríða til að ná árangri í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
Fríðindi í starfi
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur 
  • Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar 
  • Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða 
  • Gleraugnastyrkur 
  • Afslættir af vörum og þjónustu Símans 
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu 
  • Námsstyrkir
Advertisement published25. April 2025
Application deadline4. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags