Ungmennafélagið Stjarnan
Ungmennafélagið Stjarnan

Rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar

Við leitum að rekstrarstjóra handknattleiksdeildar Stjörnunnar

Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með öllu starfi handknattleiksdeildar í samráði við stjórn handknattleiksdeildar, framkvæmdastjóra Stjörnunnar og aðra starfsmenn skrifstofu. Í yngri flokkum deildarinnar eru um 500 iðkendur og 40 metnaðarfullir þjálfarar. Félagið stendur fyrir metnaðarfullu afreksstarfi með meistaraflokka í efstu deild bæði kvenna og karla ásamt því að halda úti U-liði.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að vinna með Stjörnunni og aðstoða við uppbyggingu í yngri flokkum deildarinnar og stefna hærra með afreksstarf félagsins. Um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegur rekstur.
  • Stefnumótun deildarinnar í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
  • Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur og forráðamenn.
  • Annast mannauðsmál deildarinnar, þjálfararáðningar og menntun þjálfara.
  • Fjárhagsáætlanagerð og eftirfylgni í samstarfi við fjármálastjóra.
  • Skipulagning og gerð æfingatöflu í samráði við annað starfsfólk.
  • Skipulagning móta, heimaleikja og annarra viðburða í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
  • Leiða tekjuöflun afreksstarfs í samstarfi við stjórn handknattleiksdeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla af stjórnun og/eða rekstri.
  • Menntun eða viðamikil reynsla á sviði íþrótta.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
  • Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
  • Framtíðarsýn og ósérhlífni.
Fríðindi í starfi
  • Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu.
  • Sveigjanlegur vinnutími.
Advertisement published25. April 2025
Application deadline5. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Expert
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Ásgarður, 210 Garðabær
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags