HTH innréttingar
HTH innréttingar
HTH innréttingar

Söluráðgjafi HTH innréttinga

Ormsson óskar eftir að ráða söluráðgjafa til að annast hönnun og sölu á HTH innréttingum til verktaka og stærri viðskiptavina. HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda eru dönsk hönnun og hugvit mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim.

Við leitum að drífandi og skapandi einstaklingi sem hefur metnað fyrir því að ná árangri í skemmtilegu starfsumhverfi með kraftmiklu og góðu samstarfsfólki. Menntun í innanhússarkitektúr æskileg sem og reynsla af hönnun og sölumennsku. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og teikning innréttinga
  • Þjónusta og söluráðgjöf til verktaka og stærri viðskiptavina
  • Tilboðsgerð, eftirfylgni með sölu og samningagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Innanhússarkitektúr eða sambærileg menntun æskileg
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af sölumennsku
  • Rík þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð
Advertisement published18. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Lágmúli 8, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags