

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Keflavík
Flügger óskar eftir að ráða sölu- og þjónusturáðgjafa til starfa í verslun sína í Keflavík.
Við leitum að aðila sem finnst spennandi að aðstoða viðskiptavini við sín málningarverkefni. Hefur þú áhuga á innanhússhönnun, málningu, litum og verkferlum? Viltu að þínir viðskiptavinir séu syngjandi kátir eftir að hafa fengið aðstoð og ráðgjöf frá þér?
Við hjá Flügger erum þroskað og sterkt fyrirtæki, verkefnin eru fjölbreytt og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast hjá okkur. Við erum samhent teymi sem þrífst á því að eiga góða vinnudaga saman og tryggja okkar viðskiptavinum frábæra þjónustu þegar þeir ætla að taka í gegn hjá sér.
Í starfinu felst meðal annars afgreiðsla, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina, auk umhyggju fyrir útliti verslunarinnar. Við leitum eftir ábyrgum, traustum og þjónustuliprum einstaklingum með mikla hæfni í samskiptum.
- Sala
- Þjónusta
- Ráðgjöf
- Áfylling












