
N1
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið.
Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

Sumarstarf N1 verslun Reyðarfjörður
N1 verslun á Reyðarfirði leitar að kraftmiklum og þjónustulunduðum starfsmanni til sumarstarfa. Um er að ræða hlutastarf. Vinnutími er frá kl. 08:00-12:00 virka daga.
Helstu verkefni
- Almenn afgreiðsla í verslun
- Móttaka og frágangur á vörum
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
- Samskiptafærni og þjónustulund.
- Reglusemi og stundvísi áskilin
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Frímann Þorsteinsson verslunarstjóri hjá [email protected]
Advertisement published6. May 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Glerárgata 36, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sumarstarf í bílaþvotti / Carwash-Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sölustarf
Remember Reykjavik

Matreiðsla og afgreiðsla
Alles

Steypubílstjóri á Selfossi - Sumarstarf
Steypustöðin

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Keflavík
Flügger Litir

Lager/Sala
Hitatækni ehf

Dýrabær á Akureyri
Dyrabær

Meiraprófsbílstjóri
Samskip

Viltu taka vaktina á Stykkishólmi
Lyfja

Starf á lager í ELKO Lindum
ELKO

Við leitum að frábærum liðsauka í lagerteymið okkar
Stilling

Afgreiðsla og myndvinnsla
Ljósmyndavörur ehf