

Skrifstofustjóri við Vallaskóla
Vallaskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 100% starfshlutfall frá 1. apríl 2025 eða eftir samkomulagi.
Vallaskóli leitar að skrifstofustjóra til að starfa á skrifstofu skólans og til að sinna ýmsum verkefnum sem tengjast daglegum rekstri með stjórnendateymi. Vallaskóli er rótgróinn 530 nemenda skóli í Sveitarfélaginu Árborg sem leggur áherslu á jákvæðan aga, fjölmenningarlega kennslu og snemmtæka íhlutun. Rúmlega 100 starfsmenn vinna við skólann.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
- Umsjón með viðveruskráningu starfsmanna í Vinnustund
- Skjölun og frágangur gagna s.s. nemendagagna og annarra gagna
- Heldur utan um mataráskriftir við skólann
- Umsjón með bókhaldi, innkaupum rekstrarvara, skólabóka og birgðahaldi
- Umsýsla ráðningasamninga í samvinnu við stjórnendur og undirbúningur fyrir launakeyrslu
- Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og forráðamenn
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu sem yfirmaður felur starfsmanni
- Háskólapróf t.d. á sviði mannauðsmála, viðskiptafræði, stjórnunar eða annarra sviða sem nýtast í starfi
- Mjög góð þekking og/eða reynsla af skrifstofustörfum
- Góð tölvukunnátta skilyrði s.s. exel, word, bókhaldsforrit og fleira
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Sveigjanleiki til að geta unnið undir álagi
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
- Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
- Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð












