Vallaskóli, Selfossi
Vallaskóli, Selfossi
Vallaskóli, Selfossi

Skrifstofustjóri við Vallaskóla

Vallaskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 100% starfshlutfall frá 1. apríl 2025 eða eftir samkomulagi.

Vallaskóli leitar að skrifstofustjóra til að starfa á skrifstofu skólans og til að sinna ýmsum verkefnum sem tengjast daglegum rekstri með stjórnendateymi. Vallaskóli er rótgróinn 530 nemenda skóli í Sveitarfélaginu Árborg sem leggur áherslu á jákvæðan aga, fjölmenningarlega kennslu og snemmtæka íhlutun. Rúmlega 100 starfsmenn vinna við skólann.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
  • Umsjón með viðveruskráningu starfsmanna í Vinnustund
  • Skjölun og frágangur gagna s.s. nemendagagna og annarra gagna
  • Heldur utan um mataráskriftir við skólann
  • Umsjón með bókhaldi, innkaupum rekstrarvara, skólabóka og birgðahaldi
  • Umsýsla ráðningasamninga í samvinnu við stjórnendur og undirbúningur fyrir launakeyrslu
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og forráðamenn
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu sem yfirmaður felur starfsmanni 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf t.d. á sviði mannauðsmála, viðskiptafræði, stjórnunar eða annarra sviða sem nýtast í starfi
  • Mjög góð þekking og/eða reynsla af skrifstofustörfum
  • Góð tölvukunnátta skilyrði s.s. exel, word, bókhaldsforrit og fleira
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Sveigjanleiki til að geta unnið undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
  • Stundvísi og áreiðanleiki 

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð

Advertisement published13. February 2025
Application deadline24. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Sólvellir 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags