Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði í Hraunsel - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50% starf fyrir skólaárið 2024-2025 í frístundaheimilið Hraunsel.

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Hraunseli eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. - 4. bekk farið í frístundaheimilið Hraunsel.

Starfsemi Hraunsels er í skólanum. Hraunsel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl. 16:30, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. Möguleiki er á að auka starfshlutfall með því að sækja líka um starf skóla- og frístundaliða í Hraunvallaskóla.

Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hraunvallaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
  • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
  • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
  • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
  • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
  • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, skólastjóri, gudbjorgn@hraunvallaskoli.is, Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri gudbjorgi@hraunvallaskoli.is og Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir, deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar, arnbjorga@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 08. des. 2024.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Advertisement published29. November 2024
Application deadline8. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags