Kringlumýri frístundamiðstöð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöðina Hofið

Hofið sértæk félagsmiðstöð sem heyrir undir frístundamiðstöðina Kringlumýri óskar eftir að ráðafrístundaráðgjafa/ frístundaleiðbeinendur með umsjón í hlutastarf fyrir veturinn 2024-2025. Hofið þjónustar börn og unglinga með fötlun sem búa eða sækja skóla vestan Elliðaáa í Reykjavík.

Hofið er opið alla daga eftir að skóla lýkur og til klukkan 17. Markmið Hofsins er að vinna gegn félagslegri einangrun barna og unglinga. Starfið er einstaklingsmiðað og börnin og unglingarnir taka þátt í að móta dagskrána.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga í sértæku starfi.
  • Tengja börn og unglinga úr Hofinu í opið félagsmiðstöðvarstarf.
  • Framfylgja stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans.
  • Samráð og samvinna við börn, unglinga og annað starfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum í sértæku félagsmiðstöðvarstarfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Færni í samskiptum.
  • Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Advertisement published4. December 2024
Application deadline18. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Leirulækur 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags