
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Skemmtilegt starf stuðningsfulltrúa í 105 Reykjavík
Sambýlið Stigahlíð 71 óskar eftir að ráða hressan, hraustan, ábyrgðarfullan og vinnuglaðan stuðningsfulltrúa í 78% starf frá og með 25. ágúst. Um er að ræða sólahringsþjónustu þar sem unnið er á fjölbreyttum vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn þjónusta og aðstoð við heimilisstörf eins og þrif og matseld.
- Veita íbúum félagslegan stuðning innan heimilis sem utan.
- Hvetja og styðja íbúa til sjálfhjálpar og félagslegrar virkni.
- Stuðningur við allar athafnir daglegs lífs.
- Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
- Önnur þau störf sem geta fallið innan starfslýsingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Reynsla af störfum með fötluðum æskileg en ekki skilyrði.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, stundvísi, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Mjög góð íslenskukunnátta, B2 eða hærra samkvæmt https://europass.europa.eu/system/files/2020-05/CEFR%20self-assessment%20grid%20IS.pdf
Advertisement published9. August 2025
Application deadline23. August 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (7)

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Viltu vera hluti af einu áhugaverðasta teymi borgarinnar?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Framtíðarstarf - 60% starf stuðningsfulltrúa í vaktavinnu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi með umsjón
Hitt húsið

Starfsmaður í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Sunnuhlíð

Aðstoðarmanneskja óskast á tannlæknastofu
Tannlæknar Vegmúla

Starfsmaður í frístundaþjónustu við ungmenni með fötlun
Suðurnesjabær

Krókamýri, heimili fatlaðs fólks óskar eftir starfsfólki
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

NPA aðstoðarkona - vaktavinna 100%
aðstoðarkona

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.

Aðstoðarmanneskja óskast á röntgendeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Starfsmaður í íbúðakjarna
Velferðarsvið Kópavogsbæjar