Akureyri
Akureyri
Akureyri

Síðuskóli: Starfsfólk í skóla með stuðning

Í Síðuskóla er laus til umsóknar tímabundin staða starfsfólks í skóla með stuðning. Ráðningartími er skólaárið 2025-2026 og möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 100% starf þar sem viðkomandi starfar inn í árgangi fyrri hluta dags og í Frístund seinni hluta dags.

Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Síðuskóli starfar samkvæmt hugmyndafræði SMT-skólafærni og er Grænfánaskóli og Réttindaskóli UNICEF. Í skólanum er unnið með hvatningu og hrós sem er góð leið til að sýna börnum jákvæða athygli, kenna þeim æskilega hegðun og viðhalda henni.

Í Síðuskóla er sérdeild fyrir einhverfa nemendur og þjónustar hún þá nemendur sem búsettir eru á Akureyri og hlotið hafa einhverfu greiningu.

Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.siduskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og umsjón með nemendum.
  • Aðstoðar kennara við að framfylgja náms- og starfsáætlun.
  • Veitir sértæka og/eða almenna aðstoð við einstaka nemanda í námi og við athafnir daglegs lífs.
  • Fylgir nemendum í dags- og vettvangsferðir.
  • Gæsla innanhúss og utanhúss eftir því sem þörf er á.
  • Önnur störf sem yfirmaður kann að fela viðkomandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á að starfa með börnum er skilyrði.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur.
  • Hefur yfir að ráða hvers kyns hæfileikum, menntun eða þekkingu sem er til þess fallin að auðga skólastarfið.
  • Getur unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og beitt viðeigandi leiðum við lausn verkefna.
  • Samviskusemi og reglusemi.
  • Sveigjanleiki í starfi, stundvísi, jákvæðni og færni í samskiptum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published27. August 2025
Application deadline9. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Geislagata 9, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Customer servicePathCreated with Sketch.Patience
Professions
Job Tags