Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari í Bjarg - Hvaleyrarskóli

Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða sérkennara sem fyrst í Bjarg, deild fyrir nemendur í alþjóðlegri vernd.

Í Hvaleyrarskóla eru um 350 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar, byrjendalæsis og Orð af orði ásamt áherslu á skák- og sviðslistiarkennslu.

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast sérkennslu nemenda í samvinnu við skólastjórnendur, umsjónarkennara og foreldra
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk með áherslu á teymisvinnu
  • Veita nemendum með sérþarfir þjálfun, leiðsgn og stuðning
  • Vinna með félagsfærni og aðlaga námsefni og námsaðstæður
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og vera opinn fyrir fjölbreyttum kennsluháttum.
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Lipurð og jákvæðni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Víðtæk tölvukunnátta og góð þekking á G-suite og Mentor
  • Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, [email protected] í síma 664 5833, Friðþjófur Helgi Karlsson, deildarstjóri, [email protected] í síma 8636810 eða Vala Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, [email protected] í síma 868 6859. Sími skólans er 565 0200.

Umsóknarfrestur er til 2. nóvember næst komandi. Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Ráðið er í stöðuna sem fyrst.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published17. October 2025
Application deadline2. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Akurholt 1, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (21)