

Leikskólinn Álfatún óskar eftir deildarstjóra
Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða leikskólakennara í deildastjórn
Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 79 börn á aldrinum 1 – 6 ára.
Við leitum að öflugum kennara í stöðu deildarstjóra frá og með desember / janúar 2026.
Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing, útivera og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að því að auka lýðræði, skapandi hugsun og menningu. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, umhyggju, jákvæð samskipti, gleði og lausnamiðaða hugsun.
Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, kjarasamningum, mannauðs- og skólastefnu Kópavogsbæjar.
Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://alfatun.kopavogur.is/
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi deildarinnar og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
- Ber ábyrða á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Góðir samskiptahæfileikar
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Frumkvæði í starfi
- Gott vald á íslensku er skilyrði
- Reynsla af vinnu með börnum
- Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til notuð í vetrar-, jóla og páskafrí
- Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.












