

Leikskólakennari óskast
Heilsuleikskólinn Skógarás er fjögra deilda leikskóli með um 80 börnum. Skólar ehf. er 25 ára gamalt félag sem rekur fjóra aðra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum í tölvupósti [email protected] eða í síma 420-2300.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu
- Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
- Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Æskileg reynsla af leikskólastarfi
- Áhugi á að vinna með börnum
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Lausnarmiðun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
- Samgöngustyrkur
- Viðverustefna
- Heilsustyrkur
- Metnaðarfullt starfsumhverfi
- 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
- 40% afsláttur af tímagjaldi leikskólabarna í leikskólum Reykjanesbæjar (ef við á)
- vetrarfrí að hausti og vori, jólafrí og páskafrí
Advertisement published14. October 2025
Application deadline14. November 2025
Language skills

Required
Location
Skógarbraut 932, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionConscientiousIndependencePlanningTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Viltu taka þátt í að byggja upp nýjan leikskóla?
Leikskólinn Sumarhús

Íþróttakennari í Gerðaskóla
Suðurnesjabær

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Leiðbeinandi óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í Heilsuleikskólann Urðarhól
Urðarhóll

Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Hraunkot - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á yngsta stig - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarmatráður tímabundið
Baugur

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Baug
Baugur

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli