
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan er elsta lyftaraþjónustufyrirtæki landsins og stærsti innflytjandi á tækjum og búnaði á Íslandi.
Við þjónum fjölbreyttum hópi viðskiptavina m.a. í fiskvinnslu, landbúnaði, verktökum, vöruhúsum, heildsölum, álverum og fleiri atvinnugreinum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Kársnesi í Kópavogi og einnig er starfstöð á Akureyri.
Í dag er Íslyft / Steinbock Þjónustan talið með traustari fyrirtækjum landsins með áratuga reynslu á sínu sviði. Viðurkenningar Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki um áraraðir bera vott um þann árangur og orðspor sem fyrirtækið hefur skapað sér.

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft leitar að reyndum og metnaðarfullum sérfræðingi í vélarafmagni til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins. Um er að ræða sérhæft starf við greiningu, viðgerðir og uppsetningu raf- og stýrikerfa í vinnuvélum og lyftibúnaði.
Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.
Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum aðilum sem hafa áhuga á að takast á við fjöldbreytt, krefjandi og spennandi verkefni á verkstæðinu okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðgerðir, viðhald og standsetning á vélum og tækjum
- Greining og bilanaleit í raf- og stýrikerfum vinnuvéla
- Viðgerðir og uppsetning rafbúnaðar, skynjara og stýrieininga
- Forritun og stillingar á stýrikerfum
- Lesning og notkun rafmagnsteikninga og þjónustugagna
- Skráning verka og greininga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af rafkerfum vinnuvéla, lyftara eða iðnaðarvéla
- Mjög góð kunnátta í bilanagreiningu
- Geta til að vinna sjálfstætt og taka tæknilegar ákvarðanir
- Góð tölvu- og kerfakunnátta
- Góð enskukunnátta (tæknigögn)
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
- Starfsmannafélag
- Golfhermir
- Píluaðstaða
- Borðtennis og Pool-borð
Advertisement published19. January 2026
Application deadline31. January 2026
Language skills
EnglishRequired
Location
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
MechanicAuto electric repairAuto repairsOil changeIndustrial mechanics
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Þjónustumaður á verkstæði
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Sérfræðingur óskast á þjónustusvið Varma og vélaverks
Varma og Vélaverk

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Stálsmiðir og suðumenn
Stál og Suða ehf

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa

Sérfræðingar í hönnun raflagna
Hnit verkfræðistofa

Leitum að Bílamálara
Bretti Réttingaverkstæði ehf

Smiðir í ryðfríu stáli óskast í Hafnarfjörð
Slippurinn Akureyri ehf.

Rafvirki með áhuga á tækni og þróun
Orkusalan

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Experienced Car mechanic
No 22 ehf.