
Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins.
Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur hagfræðinga og lögfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum.

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf sem sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum. Starfið felur í sér ábyrgð, yfirsýn og umsjón með kynningar-, leiðbeiningar- og vefmálum Samkeppniseftirlitsins ásamt því að taka þátt í innleiðingu stafrænna lausna og ýmissa þróunarverkefna. Þá felur starfið einnig í sér náið samstarf við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun stefnu varðandi miðlunar-, fræðslu- og kynningarefni Samkeppniseftirlitsins
- Efnishönnun, textagerð og myndvinnsla
- Umsjón með vef- og samfélagsmiðlum Samkeppniseftirlitsins
- Skipulag og framkvæmd viðburða
- Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna, þróunar- og umbótaverkefna
- Þjónusta og samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna
- Aðstoð við stjórnendur og starfsfólk Samkeppniseftirlitsins í fjölbreyttum verkefnum
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Reynsla og þekking á kynningarmálum og miðlun
- Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum
- Reynsla af almannatengslum kostur
- Nákvæmni, skipulagshæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
- Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
Advertisement published4. December 2025
Application deadline30. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Embætti ríkislögreglustjóra laust til umsóknar
Dómsmálaráðuneytið

Sviðsstjóri stjórnsýslu
Múlaþing

Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands

Verkefnastjóri á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu
Íslandsstofa

Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Þjóðgarðsvörður á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun

Hefur þú brennandi áhuga á vefumsjón og markaðsmálum ?
Umhverfis- og skipulagssvið

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

Laust embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið

Upplýsingamiðlun og kynningarmál
Norðurorka hf.