
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsmannafjöldi SÍ er um 100 manns. Nánari upplýsingar á sinfonia.is.
Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarnótnavörð í fullt starf. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og þjónustulund og góðum skipulags- og samskiptaeiginleikum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðarnótnavörður er mikilvægur tengiliður milli nótnasafns og hljómsveitar. Hann vinnur náið með nótnaverði og öðrum starfsmönnum í framkvæmdateymi, leiðurum hljóðfæradeilda og fleirum. Hann sér um að gera nótur aðgengilegar fyrir hljóðfæraleikara, sér um samræmingu á strokaferli og undirbýr æfingaparta eftir atvikum. Hann ber ábyrgð á að nótur standi á hljómsveitarpúltum fyrir æfingar, upptökur og tónleika og sér um frágang þeirra. Aðstoðarnótnavörður annast ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í tónlist æskileg.
- Góð tölvu- og tæknifærni.
- Yfirgripsmikil þekking á tónlist og nótnalestri.
- Góð þekking á starfsemi sinfóníuhljómsveita.
- Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði.
- Áhersla er lögð á skipulagshæfni, sveigjanleika, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Advertisement published3. December 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags




