Matvælastofnun
Matvælastofnun

Skjalastjóri

Matvælastofnun óskar eftir að ráða skjalastjóra inn á nýtt svið þróunar og umbóta. Starfið felur í sér yfirumsjón og ábyrgð á skjalamálum stofnunarinnar, verkferlum því tengdu ásamt framþróun og uppbyggingu gagnamála stofnunarinnar. Jafnframt tekur viðkomandi þátt í þróun á stafrænu umhverfi og gagnaöryggi stofnunarinnar. Skjalakerfi Matvælastofnunar er OneCRM. Matvælastofnun er með starfsstöðvar víða um land en höfuðstöðvar eru á Selfossi og staðsetning starfs er þar, þó með möguleika á að vinna að hluta í fjarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Leiðandi hlutverk í framþróun á skjala- og gagnavistun stofnunarinnar inn í stafræna framtíð.
  • Mótun og viðhald á skjalastefnu, skjalvistunaráætlun og málalykli stofnunarinnar.
  • Ábyrgð á að skjalastjórnun Matvælastofnunar og skjalavarsla sé í samræmi við gildandi lög um skjalasöfn opinberra aðila, skjalastefnu og verklagsreglur stofnunarinnar.
  • Stýring og mótun verklagsreglna um meðferð skjala í mála- og skjalakerfi í samráði við yfirmenn og starfsfólk.
  • Undirbúningur og eftirfylgni við rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands.
  • Ráðgjöf, fræðsla og þjálfun starfsfólks í skjalavörslu og notkun stafrænna lausna á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í bókasafns- og upplýsingafræði.
  • Þekking og reynsla af skjalastjórnun er skilyrði.
  • Reynsla af rafrænum skjalavörslukerfum, t.d. OneCRM.
  • Mjög góð tölvukunnátta og þekking á helstu forritum sem nýtast í starfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og meðferð stjórnsýslumála er kostur.
  • Skipulagshæfileikar og góð hæfni í verkefnastjórnun.
  • Rík samskiptafærni og þjónustulund.
  • Íslenskufærni í málfari og ritun C1, skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Enskufærni í málfari og ritun C2, skv. samevrópska tungumálarammanum.

Um Matvælastofnun:

Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru: Fagmennska, gagnsæi og traust. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.

Advertisement published20. November 2025
Application deadline5. December 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Austurvegur 64, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags