Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Embætti ríkislögreglustjóra laust til umsóknar

Auglýst er laust til umsóknar embætti ríkislögreglustjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra. Ríkislögreglustjóri er forstöðumaður embættisins og ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði.
  • Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði.
  • Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur.  
  • Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur.
  • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Advertisement published4. December 2025
Application deadline18. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags