PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com.
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
Sérfræðingur í markaðsmálum
Við leitum að leikglöðum og metnaðarfullum einstaklingi til að taka þátt í stórskemmtilegum markaðsmálum félagsins. Meðal verkefna er að halda utan um markaðsaðgerðir og herferðir, taka þátt í markaðsstefnu félagsins og besta stafrænar markaðsaðgerðir. Skipulagning viðburða tilheyrir einnig starfinu, allt frá innanhússviðburðum til viðburða um borð og á áfangastöðum PLAY erlendis. Viðkomandi mun að einhverju leyti koma að öllum hliðum í markaðsstarfi PLAY og þess vegna þurfum við fyrst og fremst reyndan og frábæran liðsmann.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og innleiðing á B2C markaðsherferðum.
- Umsjón með kynningar- og markaðsstefnu fyrirtækisins í samstarfi við ferðamálastofur, flugvelli og B2B samstarfsaðila.
- Umsjón með núverandi og nýjum herferðum með samstarfsaðilum (OTAs).
- Samvinna með samstarfsaðilum eins og EveryMundo og Flexpay, til að efla stafræna markaðssetningu.
- Þátttaka í markaðssetningu þvert á fyrirtækið, bæði innan fyrirtækis og utan.
- Samskipti við núverandi og tilvonandi samstarfsaðila.
- Samskipti við auglýsinga- og birtingastofur.
- Þátttaka í undirbúningi, skipulagningu og framkvæmd viðburða.
- Önnur verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í viðskiptafræði eða markaðsfræði, eða sambærileg reynsla.
- Mjög góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu, þar á meðal stjórnun herferða.
- Reynsla af verkefnastýringu á flóknum verkefnum.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Hugmyndaauðgi, frumleiki og lausnamiðuð hugsun.
- Nákvæm og vönduð vinnubrögð.
- Brennandi áhugi á samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.
- Reynsla af kerfum eins og Meta og Google er kostur.
- Góð samskiptafærni og þjónustulund.
Advertisement published3. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
ExpertRequired
Location
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Upplýsingafulltrúi
Rauði krossinn á Íslandi
Sölumaður dagvinna - framtíðarstarf
ATC
Markaðsfulltrúi
Söluskrifstofa Keahótela
Verkefnastjóri / Vörueigandi (e. Product Owner)
CrewApp
Ertu ritfær, hugmyndaríkur og nýjungagjarn einstaklingur?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sniðugur snyrtivöruráðgjafi í Beautybox- fullt starf og hlut
Beautybox
FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland
We’re Looking for a Creative Marketing Mind
Midgard Base Camp
Starfsmaður Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Þjónustufulltrúi hjá heilsufyrirtæki
Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun
Laust starf samfélagsmiðlasérfræðings Þjóðkirkjunnar
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Marketing and Growth Specialist 📢
HEIMA Software ehf.