Upplýsingafulltrúi
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir að ráða kraftmikinn einstakling í stöðu upplýsingafulltrúa. Starfið er huti af fjáröflunar- og kynningarsviði félagsins. Við leitum að lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga á kynningarmálum. Í boði er starf sem felur í sér þátttöku í markaðsstarfi, samskiptum við fjölmiðla og eflingu á kynningu á starfi Rauða krossins. Um er að ræða tímabundna stöðu með möguleika á framlengingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í gerð kynningar og markaðsefnis félagsins
- Upplýsingagjöf og aðstoð við hagaðila og starfsfólk, sem og samskipti við fjölmiðla
- Tengiliður við fjölmiðla
- Tengiliður varðandi fræðslu um félagið og starfsemi þess
- Þátttaka í skipulagningu, framkvæmd viðburða og hátíða á vegum félagsins
- Sinnir upplýsingaveitu vegna hamfara og áfalla fyrir hönd félagsins
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi innan málaflokksins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
- Reynsla af fjölmiðlum og/eða upplýsingagjöf er æskilegt
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Mikill áhugi á málefnum líðandi stundar er skilyrði
- Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Reynsla af starfi með Rauða krossinum er kostur
- Frammúrskarandi íslensku og enskukunnátta skilyrði, önnur tungumál kostur
Fríðindi í starfi
- Hreyfimínútur
- Farsímastyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Greiddur farsímareikningur
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2025. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð, umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs.