
Hornsteinn ehf.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn á og rekur tvö dótturfélög, BM Vallá og Björgun-Sement sem eiga sér rótgróna sögu á Íslandi. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar íslenskra mannvirkja. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. Hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur rúmlega 200 starfsmanna víðs vegar á landinu.
Mannauðsstefna
Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð.
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta.
Fræðsla og starfsþróun
Fyrirtækið vinnur markvisst metnaðarfullt fræðslustarf. Lögð er áhersla á ábyrgð og hvatningu stjórnenda til að viðhalda faglegri þekkingu og efla jafnframt tækifæri starfsmanna með markvissri símenntun.
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum sérfræðingi í mannauðsmálum sem hefur brennandi áhuga á að skapa jákvætt og öflugt vinnuumhverfi.
Í þessu starfi verður þú lykilaðili í að móta og innleiða fræðslu- og starfsþróunarverkefni, styðja stjórnendur í mannauðsmálum og tryggja að upplýsingaflæði innan fyrirtækisins sé skýrt og skilvirkt. Þú tekur þátt í að byggja upp ferla sem styrkja teymi, stuðla að samvinnu og skapa vinnustað þar sem fólk getur vaxið og náð árangri.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi með öflugri liðsheild sem vinnur að því að gera mannvirkjagerð landsins vistvænni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og innleiðing fræðslu- og starfsþróunarverkefna
- Umsjón með innri upplýsingamiðlun
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
- Úrvinnsla og eftirfylgni með vinnustaðagreiningum
- Gerð starfslýsinga og þátttaka í ráðningarferlum
- Þátttaka í stefnumótun, stafrænum umbreytingum og verkferlum mannauðssviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Reynsla og áhugi á fræðslu-, þjálfunar- og mannauðsmálum
- Góð tölvufærni; þekking á H3 launa- og mannauðskerfi er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published14. January 2026
Application deadline28. January 2026
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags



