Hornsteinn ehf.
Hornsteinn ehf.

Sérfræðingur í mannauðsmálum

Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum sérfræðingi í mannauðsmálum sem hefur brennandi áhuga á að skapa jákvætt og öflugt vinnuumhverfi.

Í þessu starfi verður þú lykilaðili í að móta og innleiða fræðslu- og starfsþróunarverkefni, styðja stjórnendur í mannauðsmálum og tryggja að upplýsingaflæði innan fyrirtækisins sé skýrt og skilvirkt. Þú tekur þátt í að byggja upp ferla sem styrkja teymi, stuðla að samvinnu og skapa vinnustað þar sem fólk getur vaxið og náð árangri.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi með öflugri liðsheild sem vinnur að því að gera mannvirkjagerð landsins vistvænni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun og innleiðing fræðslu- og starfsþróunarverkefna
  • Umsjón með innri upplýsingamiðlun
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
  • Úrvinnsla og eftirfylgni með vinnustaðagreiningum
  • Gerð starfslýsinga og þátttaka í ráðningarferlum
  • Þátttaka í stefnumótun, stafrænum umbreytingum og verkferlum mannauðssviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Reynsla og áhugi á fræðslu-, þjálfunar- og mannauðsmálum
  • Góð tölvufærni; þekking á H3 launa- og mannauðskerfi er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published14. January 2026
Application deadline28. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags