
Sérfræðingar tækni- og kerfismála á varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands
Hefur þú góða þekkingu og reynslu af tækni- og kerfismálum og langar að prófa nýjar áskoranir?
Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum og traustum liðsfélögum í samhentan hóp sérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem bera ábyrgð á sérhæfðum tækni- og kerfismálum, þar með talið rekstri, viðhaldi, uppsetningu og þróun á tækni- og kerfisbúnaði Atlantshafsbandalagsins hér á landi.
Búnaðurinn og kerfin samanstanda m.a. af stjórnstöðvar-, ratsjár-, fjarskipta-, samskipta- og kerfisbúnaði sem staðsettur er í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á ratsjár- og fjarskiptastöðvum Atlantshafsbandalagsins á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi. Starfið krefst m.a. skipulagðra og tilfallandi ferða út á stöðvarnar á öllum tímum ársins.
Varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar annast framkvæmd rekstrartengdra varnarverkefna. Unnið er samkvæmt kröfum, stöðlum, reglum og leiðbeiningum Atlantshafsbandalagsins og fær viðkomandi viðeigandi þjálfun í þeim verkefnum, hér á landi og eftir því sem við á erlendis, hjá stofnunum Atlantshafsbandalagsins og aðildaþjóðunum. Um er að ræða dagvinnu ásamt bakvöktum og/eða tilfallandi vinnuskyldu utan dagvinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Rekstur, viðhald og bilanagreining
- Uppsetning á hátæknibúnaði og kerfum Atlantshafsbandalagsins
- Sérhæfður tækni- og kerfisrekstur
- Kerfisþróun og tengd verkefni
- Uppfærsla handbóka, leiðbeininga og teikninga
- Skýrslugerð, áætlanir og eftirlit
- Viðhald varahluta, verkfæra og mælitækja
- Þátttaka í þjálfunarverkefnum
- Þátttaka í tækni- og kerfissamstarfi Atlantshafsbandalagsins
- Þjálfun starfsmanna og stuðningur við erlendan liðsafla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi, s.s. rafeindavirkjun eða kerfis- og tæknimenntun á háskólastigi
- Þekking og/eða reynsla af viðhaldi véla og tækja er kostur
- Handlagni og reynsla af viðhaldi, viðgerðum og uppsetningu á rafeindabúnaði
- Þekking á kerfis- og hugbúnaði ásamt virkni netkerfa er kostur
- Fagmennska, samskiptahæfni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
- Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi
- Ökuréttindi
- Góð enskukunnátta
- Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.












