
Rafal ehf.
Rafal ehf. er leiðandi þekkingar og þjónustumiðstöð rafmagns og fjarskipta á Íslandi. Rafal leggur sérstaka áhersla á rekstrarþjónustu, endurbætur og uppbyggingu háspennu- og lágspennukerfa fyrir raforkuöflun og flutning, raforkudreifingu og raforkuiðnað. Þetta á einnig við um dreifikerfi fjarskiptafyrirtækja. Rafal rekur einnig öfluga framleiðsludeild sem leggur gríðarleg áherslu á að leysa áskoranir framtíðarinnar.
Í dag starfa um 140 starfsmenn. Rafal býður upp á traustan og dýnamískan vinnustað þar sem vöxtur og velferð starfsfólks er höfð að leiðarljósi.

Rafvirki með áherslu á háspennu
Við leitum að reyndum og færum rafvirkja með sérþekkingu á háspennusviði til liðs við okkar teymi. Ef þú hefur mikla reynslu af rafvirkjun, sérstaklega í viðhaldi, viðgerðum, mælingum og þjónustu við virkjanir og dreifikerfi landsins, þá er þetta frábært tækifæri fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald, viðgerðir og mælingar á háspennulínum og strengjum
- Sjálfstæð vinna við flókin verkefni fyrir allar helstu veitur landsins. Jafnt við háspennu-, lágspennu- og smáspennubúnað
- Tryggja öryggi í samræmi við gildandi reglur og staðla
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
- Færni í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til samstarfsaðila og viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun/rafveituvirkjun
- Mikil reynsla af rafvirkjun, sérstaklega á háspennusviði
- Þekking á rafmagnsöryggismálum, mælingum og viðhaldi
- Framkvæmdahæfni, ábyrgðartilfinning og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi
Kostir við að starfa hjá Rafal
- Vandað og öruggt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að starfa við spennandi og krefjandi verkefni
- Góður starfsandi og stuðningur innan teymisins
- Niðurgreiddur hádegisverður
- Íþróttastyrkur
- Árlegar heilsufarsmælingar
Advertisement published15. May 2025
Application deadline8. June 2025
Language skills

Required
Location
Hringhella 9, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveDriver's licenceEletricity distributionElectricianIndependenceJourneyman license
Professions
Job Tags
Similar jobs (11)

Rafvirki
Blikkás ehf

Rafvirki / Electrician
Alcoa Fjarðaál

Leggðu línuna til Rarik - verkstjóri á Snæfellsnesi
Rarik ohf.

Söluráðgjafi Johan Rönning á Reyðarfirði
Johan Rönning

Rafvirki á Suðurnesjum
HS Veitur hf

Áhugavert og krefjandi starf fyrir rafvirkja
Norðurál

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Verkstjóri í vélasal
Akureyri

Liðsfélagi í hóp rafvirkja - rafvirkjanemar
Marel

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

Viðgerðarmaður á verkstæði Verkfærasölunnar í Síðumúla
Verkfærasalan ehf

Rafvirki
Veitur