

Söluráðgjafi Johan Rönning á Reyðarfirði
Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan og metnaðarfullan söluráðgjafa í útibú fyrirtækisins á Reyðarfirði.
Johan Rönning selur rafbúnað og verkfæri til fagfólks.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi á Reyðarfirði.
Vinnutími er 8-17 virka daga.
Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30 maí.
Johan Rönning var stofnað árið 1933 og er hluti af Fagkaup sem rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn og veitur, S. Guðjónsson og Áltak, Þétt, Hagblikk, K.H. vinnuföt, Fossberg, Ísleif og S.Guðjónsson.
Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og Akureyri.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi. Starfsfólk fær góða þjálfun og fræðslu við upphaf starfs en reynsla af rafvirkjun er kostur sem og reynsla af sölustarfi sem er góður grunnur fyrir starfið.
Nánari upplýsingar má finna á www.fagkaup.is/laus störf og www.ronning.is
Um 100% starf er að ræða.
Johan Rönning og Fagkaup hvetja áhugasama einstaklinga að sækja um starfið óháð kyni, aldri og uppruna.
- Sala og þjónusta til viðskiptavina
- Tilboðsgerð
- Eftirfylgni með sölum
- Móttaka vöru og uppsetning
- Áfyllingar, tiltekt og fleiri tilfallandi verslunarstörf
- Menntun og reynsla í rafvirkjun eða iðngreinum er kostur
- Reynsla af sölustörfum er kostur
- Rík þjónustulund skilyrði
- Stundvísi, frumkvæði og áreiðanleiki.
- Góð íslenskukunnátta
- Snyrtimennska
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur













