

Raflagnahönnuður
Vegna umfangsmikilla verkefna á komandi misserum leitum við að metnaðarfullum og áhugasömum raflagnahönnuðum á skrifstofur Raftákns á Akureyri og í Reykjavík. Við höfum spennandi verkefni fyrir reynslumikinn hönnuð sem mun m.a. gefa viðkomandi tækifæri til að vera leiðandi á sviði uppbyggingar fyrir landeldi á Íslandi.
Raftákn er rafmagnsverkfræðistofa með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík. Þar starfa 30 manns að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis. Viðskiptavinir Raftákns eru m.a. opinberir aðilar, orku- og veitufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, stóriðjufyrirtæki og hátæknifyrirtæki. Raftákn er framsækið fyrirtæki sem leitast við að bjóða viðskiptavinum uppá bestu lausnirnar hverju sinni og veita framúrskarandi þjónustu.
Raftákn hefur hlotið vottun CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki.
- Hönnun rafkerfa og raflagna í stærri mannvirki og iðnaðarumhverfi
- Hönnun rafdreifingar
- Gerð kostnaðaráætlana, eftirlit og samskipti við viðskiptavini
- Verkefnastýring
- Önnur tilfallandi verkefni
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. rafiðnfræði, rafmagnsverk- eða tæknifræði. Iðnmenntun í rafvirkjun er kostur.
- Reynsla af raflagnahönnun.
- Reynsla í Revit.
- Rík þjónustulund, samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
- Geta til vinna sjálfstætt og eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini.
- Áhugi og metnaður fyrir því að þróast og ná árangri í starfi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Önnur hæfni sem er kostur en ekki áskilin:
- Reynsla af verkefnastjórnun og BIM
- Þekking á BREEAM eða sambærilegum stöðlum
- Þekking á helstu stýrikerfum fyrir lýsingu s.s. DALI og KNX













