
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Ráðgjafi - Við leitum að leiðtoga!
Eimskip leitar að reynslumiklum og öflugum ráðgjafa í framtíðarstarf í þjónustudeild innflutnings, til að þróa og viðhalda viðskiptasamböndum við stærstu viðskiptavini félagsins.
Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að vera sveigjanlegur og geta unnið að mörgum verkefnum í einu.
Um er að ræða skemmtilegt starf með spennandi tækifærum í alþjóðlegu umhverfi.
Í anda mannauðsstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og ráðgjöf til viðskiptavina varðandi flutning og þróun sérsniðinna flutningslausna
- Samvinna við innlend og alþjóðleg teymi innan félagsins
- Greining á vandamálum og úrvinnsla þeirra
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af ráðgjöf til fyrirtækja
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni í að vinna með tölur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og frumkvæði í starfi
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Geta til að vinna vel undir álagi
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
- Nútímaleg vinnuaðstaða
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Advertisement published5. March 2025
Application deadline16. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Human relationsWorking under pressureCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Laus störf í miðlun og fræðslu í almannatengsladeild
Skrifstofa Alþingis

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.
Luxor

Sérfræðingur í greiningum
HD

Sérfræðingur í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild
Samgöngustofa

Félagsráðgjafi í ráðgjafarteymi
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Air Atlanta Icelandic

Aðalbókari
Linde Gas

Þjónustufulltrúi - Sumarstarf
Stilling

Spennandi skrifstofustarf
TILDRA Byggingafélag ehf.

Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Síminn

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Þjónustufulltrúi
DHL Express Iceland ehf