

Ráðgjafi á einstaklingsmarkaði
Tryggja leitar að framúrskarandi sölufólki til að taka þátt í spennandi og kraftmiklu umhverfi okkar. Ef þú ert metnaðarfull/ur og árangursdrifin/n, þá viljum við fá þig í okkar lið!
Sölufólk okkar er 25 ára og eldra með reynslu eða háskólagráðu sem nýtist í starfi.
Um Tryggja
Tryggja ehf er í eigu GGW group í Þýskalandi sem er með yfir 1800 starfsmenn í 16 löndum og starfrækja yfir 80 félög í vátryggingageiranum sem sinna tugþúsundum viðskiptavina á hverjum degi.
Tryggja ehf. er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, stofnuð árið 1995. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að innleiða erlendar vátryggingar á íslenskan markað og þjónustar erlend vátryggingafélaga hérlendis. Við bjóðum upp á fjölbreytta tryggingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hvað felst í starfinu?
- Sala lífeyrissparnaðar og einstaklingstrygginga
- Bókun funda og fundir með viðskiptavinum
Hverju leitum við að í þínu fari?
- Ert 25 ára eða eldri
- Hefur reynslu af sölu
- Kostur ef þú hefur reynslu af sölu lífeyrssparnaðar eða vátrygginga
- Menntun sem nýtist í starfi
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, frumkvæði og heiðarleiki í starfi
- Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
- Hreina vanskilaskrá og hreint sakavottorð
- Bílpróf
- Frábærir tekjumöguleikar fyrir góða og kappsama söluráðgjafa
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Góð nútímaleg vinnuaðstaða
- Lifandi og skemmtilegt starfsmannafélag sem heldur reglulega viðburði og uppákomur













