
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytis er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.
Meðal málefna sem ráðuneytið fer með eru fræðslumál barna og ungmenna, þar með talin málefni leik-, grunn og framhaldsskóla, listaskóla og lýðskóla, og málefni sem snerta þjónustu við börn og ungmenni, þar með talin barnavernd og samþætting þjónustu í þeirra þágu. Mennta- og barnamálaráðuneytið fer einnig með íþrótta- og æskulýðsmál. Menntun á framhaldsskólastigi; hvort heldur bók-, verk- eða listnám heyrir undir ráðuneytið.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra.
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Ráðuneytinu er skipt í fimm skrifstofur: Skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála, skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu, skrifstofu barna- og fjölskyldumála, skrifstofu fjármála og rekstrar og skrifstofu ráðuneytisstjóra.
Undirstofnanir ráðuneytisins eru m.a. Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og fjölskyldustofa, Menntamálastofnun og framhaldsskólar landsins.

PISA - úrvinnsla svara
Mennta- og barnamálaráðuneytið leitar að starfsfólki til að vinna við úrvinnslu PISA (Programme for International Student Assessment), alþjóðlega menntarannsókn á vegum OECD.
Verkefnið felur í sér að fara yfir svör nemenda við opnum spurningum og fer fram á tímabilinu 15. apríl fram í byrjun júní í Borgartúni 33. Um verktakavinnu er að ræða.
Háskólamenntun er æskileg og verkefnið krefst góðrar íslenskukunnáttu og góðu auga fyrir smáatriðum. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Gunnhildi Steinarsdóttur í gegnum [email protected] eða í síma 545 9500.
Advertisement published3. April 2025
Application deadline9. April 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 33, 105 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla 70-100% starf
Álfhólsskóli

Álfhólsskól óskar eftir textílkennara 2025-2026
Álfhólsskóli

Kennari á miðstigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Viltu kenna bíliðngreinar við Borgarholtsskóla?
Borgarholtsskóli

Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær

Stærðfræðikennari á eldra stigi
Fellaskóli

Dönskukennari
Fellaskóli

Umsjónarkennarar á miðstig Kársnesskóla 2025-2026
Kársnesskóli