Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti

PISA - fyrirlögn á Vestfjörðum

Mennta- og barnamálaráðuneytið leitar að starfsfólki til að vinna við PISA (Programme for International Student Assessment), alþjóðlega menntarannsókn á vegum OECD.

Verkefnið felur í sér fyrirlögn í 10. bekkjum grunnskóla á Vestfjörðum. Unnið verður á tímabilinu 19. mars til 3. apríl og um verktakavinnu er að ræða.

Verkefnið krefst öryggis í framkomu, reynslu af starfi með börnum eða unglingum og góðrar íslenskukunnáttu. Umsækjendur þurfa að hafa ökuréttindi. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Gunnhildi Steinarsdóttur í gegnum pisa@mrn.is eða í síma 545 9500.

Advertisement published24. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Ísafjarðarbær, 400 Ísafjarðarbær
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags