
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Velferðarsvið óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk í íbúðakjarna á Laugavegi 105. Um er að ræða fullt starf, 80-100% á blönduðum vöktum.
Laugavegur 105 er búsetukjarni fyrir 7 einstaklinga í rúmgóðum íbúðum á besta stað í bænum. Hress og metnaðarfullur starfsmannahópur aðstoðar íbúa eftir þörfum. Veitt er einstaklingsmiðuð og sveigjanleg þjónusta sem miðar að því að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Unnið er eftir hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og byggir starf stuðningsfulltrúa á stefnu Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.
Laugavegur 105 er beint fyrir aftan Hlemm og því er stutt í almenningssamgöngur, veitingastaði og ýmis konar afþreyingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samstarf við notendur og aðstandendur.
- Framfylgir þjónustuáætlunum og verklagsreglum í samráði við teymisstjóra og forstöðumann.
- Veitir einstaklingsmiðaðan stuðning við heimilishald og athafnir daglegs lífs, svo sem afþreyingu og tómstundir.
- Hvetur og styður til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni í anda hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og þjónandi leiðsagnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi starfsumhverfi.
- Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
- Ökuréttindi æskileg en ekki skilyrði.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
Hlunnindi
- Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
- Sund- og menningarkort
- Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar
Advertisement published17. December 2025
Application deadline29. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Laugavegur 105, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityIndependencePlanning
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (7)

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði með diplómunám
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í búsetukjarna Rökkvatjörn 3
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Velferðarsvið - Starfsfólk í þjónustuíbúð
Reykjanesbær

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Erluás
Hafnarfjarðarbær

Ráðgjafi
Vinakot

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarnemar - Spennandi hlutastörf með námi á taugalækningadeild
Landspítali

Starfsmaður í býtibúr á lungnadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Landspítali