

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Vilt þú taka þátt í festa forvarnaráætlun FORNOR í sessi?
Forvarnaráætlun FORNOR er verkefni á Norðurlandi vestra sem miðar að því að efla heilsu og vellíðan um 2000 barna og ungmenna á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í framhaldsskóla.
Sveitarfélagið Skagaströnd leitar að öflugum verkefnastjóra til að leiða forvarnaráætlun sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa sett sér sameiginlega. Markmið verkefnisins eru fjölþætt og felst m.a. í því að koma á tengingu milli forvarnateyma þessara fjögurra sveitarfélaga og skipuleggja fræðslu á svæðinu.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs sem byggir á styrktarsamningi við og mennta- og barnamálaráðuneytið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sameina og virkja samstarf milli sveitarfélaganna og þeirra einstaklinga og stofnana sem hafa aðkomu að forvörnum ungmenna á Norðurlandi vestra
- Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana til að tryggja farsælasta innleiðingu FORNOR
- Skipuleggja forvarnarfræðslu í samræmi við markmið verkefnisins fyrir ungmenni á svæðinu í samvinnu við forvarnarteymin
- Ná yfirsýn yfir núverandi þjónustu við ungmenni í hverju sveitarfélagi með kortlagningu og mati um árangur hennar
- Vinna með niðurstöður kannana og skimana til að leggja mat á árangur áætlunarinnar
- Leiða reglulegt endurmat á forvarnaráætluninni í þeim tilgangi að tilætlaður árangur náist
- Uppfæra forvarnar- og fræðsluáætlun til 2030
- Umsjón með verkefnisskilum og skil á lokaskýrslu vegna verkefnisins í samræmi við samning
- Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðismála
- Farsæl reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Farsæl reynsla af vinnu við og þekking á forvörnum ungmenna
- Reynsla innan stjórnsýslu sveitarfélaga eða ríkis er kostur
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli
- Góð almenn tölvufærni
Advertisement published15. December 2025
Application deadline8. January 2026
Language skills
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Bogabraut 2, 545 Skagaströnd
Type of work
Skills
Driver's license (B)ProactiveIndependencePlanningFlexibilityTeam workProject managementCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Kennari - Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Kennari í fullt starf eða hlutastarf
Leikskólinn Sjáland

Leikskólakennarar óskast
Kópasteinn

Kennari óskast fyrir nemendur með annað móðurmál
Kópavogsskóli

Kennarar – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Leikskólakennarar
Leikskólinn Hulduheimar

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Stuðningsfulltrúi óskast
Helgafellsskóli