
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli er hverfisskóli miðbæjar Kópavogs og stendur við Digranesveg 15. Í skólanum eru um 400 flottir nemendur og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Skólinn er fjölþjóðlegur en rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna.
Allt starf Kópavogsskóla mótast af uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Að auki vinna yngstu bekkir skólans með vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ.Í skólareglunum er lögð áhersla á þann skólabrag sem leitast er við að skapa
Í Kópavogsskóla er lögð áhersla á að allir:
• komi fram af tillitssemi og kurteisi
• virði vinnu annarra
• sinni hlutverki sínu af kostgæfni
• leggi áherslu á heilbrigða lífsýn

Kennari óskast fyrir nemendur með annað móðurmál
Kópavogsskóli óskar eftir að ráða ÍSAT kennara.
Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 420 frábærir nemendur og 85 kraftmiklir starfsmenn. Í Kópavogsskóla vinnum við eftir Uppeldi til ábyrðar.
Kópavogsskóli auglýsir eftir metnaðarfullum, sveigjanlegum og áhugasömum ÍSAT kennara til starfa frá og með janúar 2026 eða eftir samkomulagi. Starfið felur í sér kennslu í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSAT) fyrir fjölmenningarlegan nemendahóp þar sem lögð er áhersla á tungumálaþróun, þátttöku og inngildingu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla í íslensku sem öðru tungumáli samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla
- Skipulagning og aðlögun náms að þörfum nemenda af ólíkum menningar- og tungumálabakgrunni
- Stuðningur við nemendur í daglegu skólastarfi í samstarfi við umsjónarkennara og fagteymi
- Þróun kennsluaðferða sem efla málfærni, læsi og félagslega þátttöku nemenda
- Samvinna við foreldra, túlka og aðra fagaðila eftir þörfum
- Virk þátttaka í faglegu samstarfi og skólaþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Menntun eða reynsla í kennslu íslensku sem annars tungumáls æskileg
- Þekking á fjölmenningarlegri kennslu og inngildandi starfsháttum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og skilningur á fjölbreyttum þörfum nemenda
- Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Reynsla af vinnu með nemendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er kostur
- Þekking á tungumálanámi, læsiskennslu eða stuðningskennslu er kostur
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
- Starf í fjölbreyttu og styðjandi skólasamfélagi
- Tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á náms- og félagslega stöðu nemenda
- Faglegan stuðning og möguleika á símenntun
Advertisement published17. December 2025
Application deadline8. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
Teacher
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Handmenntakennari
Dalvíkurbyggð

Kennari í Leikskólann Aðalþing
Aðalþing leikskóli

Kennari - Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Viltu bætast í hóp kennara á yngsta stigi frá og með 1. janúar 2026
Árbæjarskóli

Kennari í fullt starf eða hlutastarf
Leikskólinn Sjáland

Leikskólakennarar óskast
Kópasteinn

Kennarar – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennarar
Leikskólinn Hulduheimar

Umsjónarkennari á miðstigi
Selásskóli

Viltu móta framtíðina í þjálfun flugleiðsöguþjónustu – leitum eftir kennsluráðgjafa
Isavia ANS

Stuðningsfulltrúi óskast
Helgafellsskóli