Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2025 - 2026 í
80% starfshlutfall.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 420 frábæra nemendur og um 85 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Í Kópavogsskóla eru allir kennarar og nemendur í 1. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar við faglegt starf undir leiðsögn kennara og stjórnenda
  • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd skólastarfs
  • Aðstoðar nemendur við daglegar þarfir
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og foreldra
  • Aðstoðar nemendur í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published8. December 2025
Application deadline18. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags