
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum auglýsir eftir stuðningsfulltrúa
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir stuðningsfulltrúa við Kleppjárnsreykjadeild frá 5. janúar 2026 út skólaárið.
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði staðsettar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.
Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymi með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Stuðningsfulltrúi vinnur með nemendum undir stjórn kennara. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemanda/nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Vinnur eftir áætlun sem umsjónarkennari hefur útbúið í samráði við fagstjóra sérkennslu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
- Aðstoðar nemanda/nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara
- Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun, t.d. með því að fylgja nemanda tímabundið afsíðis
- Aðstoðar nemanda/nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í skóla æskileg.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð íslensku kunnátta.
Advertisement published10. December 2025
Application deadline22. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Kleppjárnsreykir lóð , 320 Reykholt í Borgarfirði
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionIndependenceTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Auglýst eftir íþróttakennara í 30% stöðu á Varmalandi
Borgarbyggð

Starfsmaður í áhaldahús
Borgarbyggð

Héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar
Borgarbyggð

Vaktstjóri - Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi í frístund Borgarnesi
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi í frístund á Hvanneyri
Borgarbyggð
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi
Árbæjarskóli

Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli

Stuðningsfulltrúi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Starfsmaður í sérkennslu á leikskólastigi Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

ÓE leikskólakennara
Waldorfskólinn Sólstafir

Stuðningsfulltrúi óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð
Dalskóli

Skólaliði/starfsmaður í frístund
Waldorfskólinn Sólstafir

Stuðningsfulltrúi Vogaskóla
Vogaskóli

Stuðningsfulltrúi Smáraskóla
Smáraskóli

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Stuðningsfulltrúi í Vatnsendaskóla - 50-70% starf.
Vatnsendaskóli