

Matreiðslumaður óskast
Við leitum að metnaðarfullum og færum matreiðslumanni til að matreiða og stýra eldhúsi hjá Ási Styrktarfélagi. Starfið felur í sér endurskipulagningu á eldhúsi, bæði varðandi starfsumhverfi og uppbyggingu matseðla.
Markmið okkar er að bjóða upp á næringarríkan og hollan mat fyrir leiðbeinendur og starfsfólk. Það eru um það bil 300 manns sem borða hádegisverð alla virka daga.
Ás Styrktarfélag er almannaheillafélag sem starfar að því að bæta lífsgæði fatlaðs fólks með því að veita stuðning og þjónustu sem stuðlar að sjálfstæði og þátttöku í samfélaginu. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af þörfum og óskum hvers og eins. Með öflugu starfsfólki sem deilir þessari sýn og metnaði, stefnum við að því að skapa starfsumhverfi þar sem allir geta blómstrað.
- Ber ábyrgð á að skipuleggja, undirbúa og matreiða máltíðir fyrir fjölbreyttan hóp af fólki.
- Ber ábyrgð á verkefnum annarra starfsmanna í eldhúsi.
- Sér um innkaup á hráefni.
- Tryggir að matseðlar séu næringarríkir og fjölbreyttir, með áherslu á heilsusamlega fæðu og sérstakar þarfir fatlaðs fólks.
- Sinnir gæðaeftirliti, tryggir öryggi og hreinlæti í eldhúsi.
- Stuðlar að góðri nýtingu á hráefni og fylgir rekstrarmarkmiðum.
- Ber ábyrgð á að starfsumhverfi eldhúss sé aðlaðandi vinnustaður þar sem vellíðan starfsmanna er í fyrirrúmi.
- Starfsréttindi sem matreiðslumaður eða sambærileg menntun er skilyrði.
- Reynsla af stjórnun og skipulagningu á störfum í eldhúsi.
- Þekking á öryggisreglum og gæðaeftirliti.
- Sjálfstæði, jákvætt viðmót og geta til að vinna undir álagi er mikilvæg.













