
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Launa- og rekstrarfulltrúi
Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu launa- og rekstrarfulltrúa. Staðan heyrir undir fjármála- og mannauðssvið og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins. Um 100% starf er að ræða. Föst starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu en starfið krefst þess að viðkomandi geti sinnt verkefnum á fleiri starfsstöðvum stofnunarinnar, t.a.m. á landsbyggðinni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Launavinnsla.
- Stuðningur við stjórnendur við vaktasmíði.
- Bókhaldsmerkingar reikninga og frágangur fylgiskjala með innkaupakortum.
- Önnur tilfallandi verkefni á fjármála- og mannauðssviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
- Reynsla af launavinnslu vaktavinnufólks kostur.
- Reynsla af skipulagningu vakta og skráningu í tímaskráningarkerfi er kostur.
- Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
- Íslenskukunnátta.
- Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Advertisement published2. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bókari
Plús ehf.

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Sérfræðingur í launum hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT

Accounting Intern - summer job
Nox Medical

Skrifstofa Vinnuskólans og Skólagarða
Sumarstörf - Kópavogsbær

Bókhald
R3 Bókhald og rekstur

Launafulltrúi Fagkaupa
Fagkaup ehf

Verkefnastjóri launa- og kjaramála
Háskólinn á Akureyri

Fjármálasvið - Sumarstarf
Samkaup

Þjónustufulltrúi
Félag leikskólakennara

Launafulltrúi óskast til starfa á Sólheimum
Sólheimar ses

Starfsmaður í fjármáladeild
Ourhotels ehf. / Troll Expeditions / Formáli ehf.