Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Launa- og rekstrarfulltrúi

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu launa- og rekstrarfulltrúa. Staðan heyrir undir fjármála- og mannauðssvið og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins. Um 100% starf er að ræða. Föst starfsstöð er á höfuðborgarsvæðinu en starfið krefst þess að viðkomandi geti sinnt verkefnum á fleiri starfsstöðvum stofnunarinnar, t.a.m. á landsbyggðinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla.
  • Stuðningur við stjórnendur við vaktasmíði.
  • Bókhaldsmerkingar reikninga og frágangur fylgiskjala með innkaupakortum.
  • Önnur tilfallandi verkefni á fjármála- og mannauðssviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
  • Reynsla af launavinnslu vaktavinnufólks kostur.
  • Reynsla af skipulagningu vakta og skráningu í tímaskráningarkerfi er kostur.
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Íslenskukunnátta. 
  • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Advertisement published2. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags