Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Verkefnastjóri launa- og kjaramála

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra launa- og kjaramála. Starfið heyrir undir forstöðumann fjármála og greiningar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri launa- og kjaramála ber ábyrgð á og sinnir allri almennri launavinnslu háskólans, ásamt því að vinna að úrlausn ýmissa mála er tengjast launa- og kjaramálum. Í því felst m.a. gerð ráðningarsamninga, stigamat starfa, utanumhald um kennslu- og rannsóknarskyldu kennara, yfirvinnu og orlof auk útreikninga á ýmsum aukagreiðslum. Verkefnastjórinn sinnir einnig upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks og tölulegri úrvinnslu sem tengist launa- og kjaramálum. Verkefnastjórinn tekur þátt í úrlausn álitamála og endurskoðun stofnanasamninga með þátttöku í samstarfsnefndum stéttarfélaga starfsfólks og HA. Verkefnastjórinn sér um að meta störf í stoðþjónustu og stjórnsýslu og kemur að vinnu við jafnlaunavottun með ýmsum hætti.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi nauðsynlegt.

  • Góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni nauðsynleg.

  • Mjög gott vald á tölulegri úrvinnslu í Excel nauðsynlegt.

  • Þekking á kjarasamningum og úrvinnslu þeirra nauðsynleg.

  • Þekking og reynsla af launakerfi ríkisins Oracle mjög æskileg.

  • Þekking á stjórnsýslulögum og starfsemi háskóla æskileg.

  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli er mikilvægt.

  • Skipuleg og vönduð vinnubrögð, ábyrgðarkennd ásamt þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mjög mikilvæg.

Advertisement published26. March 2025
Application deadline7. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Norðurslóð 202123, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Implementing proceduresPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Payroll processingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.MeticulousnessPathCreated with Sketch.Working under pressurePathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags