
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Hlutverk og stefna HSS
Heilsugæslusvið HSS sinnir heilbrigðisþjónustu við heilbrigða og sjúka sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19.gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990 og heilbrigðisáætlun heilbrigðisráðuneytisins. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s.s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstarf. Áherslu skal leggja á málaflokka eins og áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarnir, geðheilbrigði, hjarta- og heilavernd, næringarráðgjöf, mataræði og krabbameinsvarnir. Þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að efla heimaþjónustu enn frekar og hafa þannig að markmiði að skjólstæðingar, bæði aldraðir og sjúkir, geti dvalið heima hjá sér sem allra lengst.
Stefna HSS er að veita Suðurnesjabúum lögbundna heilsugæslu í heimabyggð, að unnt sé að bóka tíma samdægurs á heilsugæslu ef skjólstæðingur óskar þess og að biðtími á biðstofu eftir bókuðum tíma verði ekki meira en 30 mínútur að jafnaði.
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og endurhæfingaþjónustu annars vegar og skurðlækningar og fæðingarhjálp hins vegar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Nú er starfrækt hjúkrunardeild í Grindavík í tengslum við sjúkrahúsið og legudeild á 2. hæð í Reykjanesbæ. Á ljósmæðravakt eru fjögur rúm.
Sjúkrahúsið hefur á að skipa sérgreinalæknum bæði í skurðlækningum og lyflækningum. Þá er rekin slysa- og bráðamóttaka í nánum tengslum við heilsugæslusvið.
Stefna HSS er að uppfylla 70-80% af þjónustuþörf íbúa Suðurnesja fyrir sjúkrahúsþjónustu. Sérhæfð og flókin þjónusta verður eftir sem áður sótt til Landspítala háskólasjúkrahúss.
https://hss.is/index.php/um-hss/hss/hlutverk-og-stefna

Starfsmaður í innkaupadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í innkaupadeild. Leitað er eftir metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Um tímabundna stöðu er um að ræða í eitt ár.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í móttöku og frágang á vörum, skráningu í innkaupakerfi, vörutalningu, afhendingu á vörum til deilda, auk annarra tilfallandi verkefna. Starfinu fylgir töluvert líkamlegt álag.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
- Æskilegt er að umsækjandi sé talnaglöggur og nákvæmur
- Góð kunnátta í excel
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Góð þjónustulund
- Góð færni í samskiptum
Advertisement published28. March 2025
Application deadline7. April 2025
Language skills

Required

Required
Location
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bókhald
R3 Bókhald og rekstur

Löglærður fulltrúi
ESJA Legal ehf.

Verkefnastjóri rekstrar
Lamb Inn Öngulsstöðum

Starf á lager
Embla Medical | Össur

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Business Central ráðgjafi
Wise lausnir ehf.

Ert þú snillingur í varahlutum og þjónustu
Stilling

Starfsmaður í vöruhús
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Bókhald og skrifstofustarf (50-70% starfshlutfall)
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf

Sérfræðingur í framlínu
Birta lífeyrissjóður

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Launafulltrúi Fagkaupa
Fagkaup ehf