
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Kvöldvaktstjóri á verkstæði
Klettur leitar að vaktstjóra á kvöldin til að stýra öflugu teymi starfsfólks á þjónustuverkstæði Kletts í Klettagörðum. Kvöldvaktstjóri sér um daglega stjórnun á verkstæði og úthlutun verkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi. Unnið er frá kl. 15:00 til 23:30 mánudaga-fimmtudaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stýring verkefna á verkstæði í samráði við verkstæðismóttöku og verkstjóra
- Eftirfylgni og aðstoð við viðgerðarmenn í verkum
- Úrlausn flóknari verkefna á þjónustuverkstæði í samráði við tæknideild
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stjórnunarhæfileikar og rík þjónustulund
- Þekking á vörubílum og viðgerðum
- Fullgild réttindi bifvélavirkja/vélvirkja kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á símenntun í greininni
- Nákvæmni, stundvísi og góð samstarfs- og samkiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af vörum félagsins
- Íþróttasstyrkur / Heilsufarsmæling / bólusetning
- Virkt starfsmannafélag
Advertisement published8. October 2025
Application deadline28. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Klettagarðar 8-10 8R, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Field Service Specialist
Marel

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Umsjónarmaður veitukerfa
HEF veitur ehf.

Þjónustustjóri
Rúko hf

Hópstjóri á Verkstæði
Toyota

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Sérfræðingur í tæknimálum ökutækja
Samgöngustofa

Viltu stýra framtíðinni á Austurlandi? - Stöðvarstjóri á Reyðarfirði
Hringrás Endurvinnsla

Starfsmaður í steypuþjónustu
Jarðboranir

Starfsmaður á þjónustu og viðgerðaverkstæði
Dynjandi ehf

Viðgerðarmaður á vélaverkstæði
Vélfang ehf

Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf