Barnaheimilið Ós
Barnaheimilið Ós
Barnaheimilið Ós

Kennari/leiðbeinandi óskast í leikskólann Ós.

Barnaheimilið Ós er lítill foreldrarekinn leikskóli í "Litla Skerjafirði" í Reykjavík þar sem starfsmenn eru að jafnaði um 16 og um 40 börn. Lögð er áhersla á jákvætt og uppbyggjandi náms- og starfsumhverfi og tækifæri foreldra til að taka þátt í starf skólans með það að markmiði að skapa jafnvægi milli heimils og skóla.
Í uppeldi og menntun barnanna er lögð áhersla á flæði í leik, góða tengslamyndun og jákvæð og umhyggjusöm samskipti. Unnið er að umbótum og nýbreytni í starfinu þetta skólaár sem snýr að faglegu starfi og betri starfsaðstæðum bæði barna og starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna uppeldi og menntun barnanna samkvæmt starfslýsingum KÍ
  • Læra og tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
  • Sinna daglegum verkefnum í samstarfi við skólastjóra
  • Taka þátt í skipulagningu og þróun starfsins undir stjórn stjórnenda skólans
  • Tileinka sér jákvæð samskipti og samvinnu við foreldra
  • Tileinka sér jákvæðni og stundvísi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara
  • Annars konar menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi á uppeldi og menntun ungra barna
  • Frumkvæði og ábyrgð í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Skapandi og nærandi starfsumhverfi
  • 36 stunda vinnuvika (styttingin tekin alla leið)
  • Möguleiki á sveigjanlegum vinnutím 
  • Samgöngustyrkir
  • Heilsueflingarstyrkir
  • Frítt fæði sem eldað er frá grunni
  • Frí milli jóla og nýárs
Advertisement published25. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Skerplugata 1, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Business strategyPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Working under pressure
Professions
Job Tags