Skaftárhreppur
Skaftárhreppur

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps

Skaftárhreppur auglýsir eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur faglega umsjón með tómstundastarfi í Skaftárhreppi í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Í Skaftárhreppi er góð aðstaða fyrir íþróttastarf og möguleiki á að móta skýra framtíðarsýn fyrir styrkingu á heilsueflingu fyrir alla aldurshópa.

Um er að ræða skemmtilegt tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun og skipulagning íþróttastarfs fyrir alla aldurshópa
  • Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er starfsmaður stjórnar Ungmennafélagsins ÁS
  • Þjálfun á íþróttaæfingum barna- og ungmenna sem og umsjón með hreyfingu eldri borgara
  • Vinna með Ungmennaráði Skaftárhrepps
  • Þátttaka á fundum Velferðarráðs Skaftárhrepps
  • Vera tengiliður sveitarfélagsins við önnur félagasamstök í sveitarfélaginu
  • Samstarf við stjórnendur grunnskóla og íþróttamannvirkja
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða kennslu
  • Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi
  • Áhugi á íþrótta- og æskulýðsmálum og heilsueflingu íbúa
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
  • Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Hreint sakarvottorð
Advertisement published22. May 2025
Application deadline9. June 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Type of work
Professions
Job Tags