Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðvestursvæði

Biskup Íslands auglýsir eftir svæðisstjóra æskulýðsmála á Norðvestursvæði
Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasts tilsjón með æskulýðsstarfi í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Helstu verkefni:
• Tilsjón og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar í prófastsdæmunum.
• Starfar með prestum og djáknum sem sjá um æskulýðsstarf í sóknum.
• Stuðningur og ráðgjöf um æskulýðsmál.
• Hefur frumkvæði að stofnun safnaðarstarfs fyrir börn og ungmenni í söfnuðum svæðisins á þeim stöðum sem það er ekki fyrir hendi, í samráði við presta, djákna og sóknarnefndir.
• Skipulagning æskulýðsmóta og annarra viðburða.
• Heldur utan um Farskóla leiðtogaefna á svæðinu og samstarf milli prófastsdæma.
• Er í samstarfi með fræðslusviði þjóðkirkjunnar.
• Svæðisstjóri kynni sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefnda svæðisins.
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við prófasta.


Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi (t.d. kennari, tómstunda- og félagsmála-fræðingur, þroskaþjálfi, guðfræðingur, djákni).
• Hæfni í samskiptum.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð íslenskukunnátta.
• Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.
• Áhugi á starfi þjóðkirkjunnar. Reynsla af kirkjustarfi er kostur.


Aðrar upplýsingar:
Um er að ræða 50% starf.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. júní 2025.


Hreint sakavottorð er áskilið, í samræmi við lög sem og reglur þjóðkirkjunnar. Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna hér.


Nánari upplýsingar um starfið veitir sr. Sigríður Gunnarsdóttir, prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis, [email protected] eða í síma 453-5930.


Biskupsstofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.
Starfið mun fara fram í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi en nánari staðsetning verður útfærð í samráði við prófast og umsækjanda.


Starfið er laust frá 1. september 2025.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir starfsferli og starfsreynslu, jafnframt skal fylgja afrit af prófskírteini eða staðfestingu á annarri menntun og þjálfun, eins og við á, sem og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Advertisement published21. May 2025
Application deadline4. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
540 Blöndós
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags