

Deildarstjóri óskast í Kópahvol
Leikskólinn Kópahvoll óskar eftir að ráða deildarstjóra
Kópahvoll er fjögurra deilda skóli með 74 börnum. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla með áherslu á sjálfsprottna leikinn. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Stuðst er við hugmyndafræðina "uppbygging sjálfsaga - uppeldi til ábyrgðar". Unnið er með snemtæk íhlutun, vináttuverkefni Barnaheilla og lubbi finnur málbeinið. Leikskólinn er Réttindaskóli UNICEF - þegar skóli gerist Réttindaskóli ákveður hann að skulbinda sig við að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Vinna með Barnasáttmálann hefur bein áhrif á líf barna og er mikilvægt að sú vinna fljóti sem mest á milli þeirra uppeldisstofnanna sem barnið sækir. Í Kópahvoli er unnið með flæði og lögð áhersla á samstarf barna og kennara þvert á deildir.
Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
- Ábyrgð í starfi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af stjórnun er kostur.
- Sjálfstæði, metnaður og skipulagshæfni.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Almenn, góð tölvukunnátta.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Um fullt starf er að ræða eða eftir samkomulagi.
- Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst 2025
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Halla Ösp Hallsdóttir leikskólastjóri í síma: 4416501 netfangið: [email protected]
Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu Kópahvols
- Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
- Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
- Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
- sér um foreldrasamstarf á deildinni
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Leyfisbréf kennara
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Góð íslensku kunnátta og ritfærni er skilyrði
- Góð samksiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt matskvarða um tungumálaviðmið
- Sundkort í sundlaugar Kópavogs
- Heilsuræktarstyrkur
- Bætt starfsumhverfi barna og kennarar í leikskólum Kópavogs.












