
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún hjúkrunarheimili - starfsmaður í félagsstarf
Sóltún hjúkrunarheimili leitar eftir starfsmanni í félagsstarf íbúa.
Við leitum að einstaklingi sem hefur jákvætt viðmót, sýnir frumkvæði, hugmyndaauðgi, metnað til góðra verka og framúrskarandi samskiptahæfni. Með einlægan áhuga á samskiptum og þjónustu við eldra fólk. Góð íslenskukunnátta og hreint sakavottorð er skilyrði.
Sjálfstæð vinnubrögð og þátttaka í teymisvinnu eru mikilvægir eiginleikar.
Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulagsatriði og starfið getur mögulega hentað með námi. Kostur er að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fylgja eftir og leiða dagskrá í einstaklings-og hópastarfi íbúa Sóltúns
- Leiðbeina, hvetja og aðstoða íbúa Sóltúns í félagsstarfi
- Halda utan um viðburði og önnur verkefni sem falla til
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi er kostur t.d. þroskaþjálfun, tómstundafræði, félagsliði.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Kostur, en ekki skilyrði ef áhugi er fyrir léttu handverki
Fríðindi í starfi
Niðurgreiddur hádegismatur, íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fatapeningur
Advertisement published23. May 2025
Application deadline20. June 2025
Language skills

Required
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsAmbitionIndependence
Professions
Job Tags
Other jobs (6)
Similar jobs (12)

Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarmaður frístundar 75-100%
Kerhólsskóli

Félagsliði í sértækri heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Akrar óskar eftir starfsmanni í stuðning
Leikskólinn Akrar

ÓE stuðningsaðila og leikskólakennara
Waldorfskólinn Sólstafir

Aðstoðarkona óskast í sveigjanlegt hlutastarf
NPA miðstöðin

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps
Skaftárhreppur

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Leikskólakennari í Kópahvol
Kópahvoll

Deildarstjóri óskast í Kópahvol
Kópahvoll

Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðvestursvæði
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa