

Húsasmiður óskast
ES hús ehf. leitar að öflugum og ábyrgðarfullum húsasmið til að bætast í frábæran hóp fagfólks í sumar, með möguleika á áframhaldandi starfi að sumri loknu. Við sinnum fjölbreyttum verkefnum í nýsmíði, viðhaldi og endurbótum, með aðstöðu á Selfossi og verkefni víða á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu.
Helstu verkefni:
-
Nýsmíði og endurbætur á íbúðar-, atvinnu- og sumarhúsum
-
Almenn húsasmíði eftir verkefnum
-
Þátttaka í faglegu teymi þar sem metnaður og gæði eru í fyrirrúmi
Hæfnikröfur:
-
Sveinspróf í húsasmíði eða a.m.k. 2–3 ára reynsla af sambærilegri vinnu
-
Sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð
-
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
-
Ökuréttindi nauðsynleg
Við bjóðum:
-
Fjölbreytt og krefjandi verkefni
-
Góðan starfsanda og sveigjanleika
-
Samkeppnishæf kjör
-
Möguleika á framtíðarstarfi hjá ört vaxandi fyrirtæki
Iðnnemar í húsasmíði í leit að samning einnig hvattir til að sækja um.
Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af traustu og kraftmiklu teymi hjá ES hús ehf., þá viljum við heyra frá þér!
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfreð eða með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á [email protected].
Nánari upplýsingar um starfið veitir Snorri Sveinsson s. 770-0021 | [email protected]













