

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild/ dagdeild gigtar
Göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á dagdeild gigtar. Deildin sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma þar sem áhersla er lögð á faglega og persónulega meðferð. Að auki sjá hjúkrunarfræðinar um sérhæfðar lyfjagjafir, m.a. gjöf mótefna og líftæknilyfja fyrir skjólstæðinga með með gigtar-, tauga-, lungna- eða ónæmissjúkdóma.
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Deildin er staðsett í nýuppgerðu húsnæði á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5. Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum deildarinnar.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.














































